top of page

Spangir

Tannréttingameðferð með spangir tekur tvö til þrjú ár í flestum tilvikum, en það fer eftir eðli skekkjunar hversu langan tíma meðferðin tekur.

Það fer eftir tegund skekkjunnar á hvaða aldri er best að hefja meðferð, í mörgun tilvikum skiptir aldur ekki máli en í öðrum tilvikum getur vöxtur hjálpað til að leysa vandamálið. Þess vegna eru margir í tannréttingum þegar vöxtur er hvað mestur. 

Hvernig eru spangirnar settar á tennurnar? 

- Fyrst er farið yfir valmöguleika með sjúkling hvaða tegund af spöngum hentar best: Glærar eða silfur.

- Svo eru tennurnar hreinsaðar og kubbarnir eru límdir á. Þegar allir kubbarnir eru komnir á sinn stað þá þræðum við boga í gegnum kubbana og setjum teygjur yfir til að halda boganum á réttum stað. Þetta ferli tekur um 40-50 mínútur

- Ásetning spanga er sársaukalaus og ekki er þörf á deyfingu. 

- Nokkrum klukkutímum síðar eftir ásetningu spanga þá verða tennurnar aumar og varir það ástand að meðaltali í fjóra til fimm daga. Ef eymslin eru slæm geta verkjalyf dregið úr einkennum. 

- Meðferðinni er svo fylgt eftir með heimsókn á stofuna á fimm til sex vikna fresti og eftir hverja heimsókn má búast við eymslum í tönnum í sólarhring. 

Image by Glen Carrie

Tannburstun með spangir

Erfiðara er að halda tönnunum hreinum þegar spangirnar hafa verið límdar á tennurnar og því er mjög mikilvægt að ná tökum á góðri tannhirðu.

Kennsla í tannhirðu með spangir fer fram að lokinni uppsetningu tækjanna.

Við leggjum áherslu á að allir sem eru í tannréttingum haldi áfram að fara regulega í eftirlit hjá eigin tannlækni meðan meðferð stendur.

Við lok meðferðar

Við lok meðferðar tökum við spangirnar af og stoðbogar eru límdir bakvið framtennurnar með tannfyllingarefni til að halda stöðu þeirra eftir meðferð.

Stuðningsgóm er einnig skilað til að halda réttu biti og koma í veg fyrir að tennur leiti aftur í fyrra horf.

í flestum tilfellum er stuðningsgómur notaður tímabundið eða í eitt til tvö ár eftir meðferð. Fyrstu sex mánuði er hann notaður allan sólarhringinn en eftir það er hann einungis notaður á nóttunni. Ef tannrétting er framkvæmd á fullorðinsárum þarf oft að nota stuðningsgóm á nóttunni í lengri tíma. 

bottom of page