top of page
Kostnaður
Kostnaður við hverja meðferð er breytilegur og fer eftir umfangi hennar. Sem dæmi. Formeðferðir með td. gómum og eða beisli kosta frá 280.000,- upp í 450.000,-. Meðferðir með föstum tækjum eða teinum kosta frá 1300.000,-. Gerð er meðferðar- og kostnaðaráætlun fyrir hvern og einn að myndatöku lokinni. Sjúkratryggingar Íslands greiða 290.000,- til 430.000,- af kostnaði meðferða er fá föst tæki og hafa ekki náð tuttugu og eins árs aldri. Sótt er um endurgreiðslu þegar meðferðaráætlun liggur fyrir. Ef um alvarlegri tilvik er að ræða eins og víðtæka tannvöntun er hægt að sækja um frekari endurgreiðslu. Sótt er um það sérstaklega. Sjúkratryggingar Íslands eru að vinna að nýrri reglugerð um tannlækningar.
bottom of page