SP Tannréttingar ehf - kt. 491109-1220

Hvað tekur meðferð langan tíma?

Algengast er að meðferðir taki um og yfir tvö ár.  Tannréttingameðferð er samvinnuverkefni og ef samvinna er góð lýkur meðferðum í flestum tilfellum á tveimur árum.  Ef um mjög grófa skekkju er að ræða tekur meðferðin lengri tíma.  Meðferð við innilokuðum augntönnum sem eru togaðar niður í tannbogann geta verið mjög tímafrekar.  Góð samvinna, reglubundin mæting í eftirlit ásamt góðri hirðu hefur mikið að segja til að auðvelda og flýta meðferð.  Að lokinni virkri meðferð þarf að styðja við tennurnar í ákveðinn tíma þar til þær hafa náð endanlegri festu.